October 06, 2010 10:10PM
Undirritaður hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera viðriðin útgáfu Bókar Lífsins sem stefnt er að komi út á næstu misserum á íslensku. Það hlýtur að teljast til stórtíðinda að sú bók komi loksins út í íslenskri þýðingu. Martinus Institute hefur ákveðið að styðja við fyrstu prentun bókarinnar. Dagssetning útgáfu liggur ekki fyrir en það má búast við fyrstu prentun á árinu 2011.

Auk þess er unnið að því að koma upplýsingum um Þriðja Testamentið á vefinn á íslensku.

Áhugamenn um heimsfræðina eru því hvattir til að kíkja reglulega inn á þennan spjallvef til þess að leita nýjustu frétta um gang mála í útgáfu og þýðingum á verkum Martinusar á íslensku.

Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa við útgáfu, þýðingar, kynningu og annað tengt heimsfræðinni getið sent mér póst. Öll hjálp væri vel þegin.

Illugi Torfason



Edited 1 time(s). Last edit at 10/06/2010 10:35PM by Illugi.
Subject Author Posted

Illugi October 06, 2010 10:10PM



Sorry, you do not have permission to post/reply in this forum.