Welcome! Log In Create A New Profile

Advanced

READ ONLY - Archived Chatt forum - Íslenska

 
December 25, 2010 06:21PM
Meðfylgjandi er póstur sem settur var á enska, danska og sænska spjallsvæðið sem undirritaður þýddi yfir á íslensku:


Kæri gestur,


Í Skandinavíu verðum við vör við aukinn fjölda fólks sem hefur vitneskju um verk Martinusar. Þriðja Testamentið er fyrir allra augum.

Sagt er að aðeins kærleikurinn geti sameinað og læknað sérhverja manneskju óháð viðhorfum, menningu o.s.frv. Jæja, ekki orðið "kærleikur" eitt og sér, heldur ástundun náungakærleikans. Kristsvera fædd í fjárhúsi stendur fyrir örlög allra mannvera. Á táknrænan hátt erum við öll "fædd í fjárhúsi" við hlið hinna dýranna. Dýr standa fyrir eigingjarnar hneigðir. Hin "nútímalega" heimsmenning er byggð á dýrslegum (eigingjörnum) hefðum.


Gagnvart mörgum virðist þetta vera vonlaus áskorun. En samkvæmt Þriðja Testamentinu er þetta ferli sem kemur í smáskömmtum. Það tekur mörg líf (endurholdganir) að verða mannúðlegri. Kærleikur er hæfileiki! Það krefst tiltekinnar hæfni til þess að geta auðsýnt mannlega hegðun. Við erum það sem við erum; ófullgerðar manneskjur. Fullkomin í ófullkomleika okkar. Eða með orðum Leonard Cohens: "There is a crack, a crack, in everyone, that's where the light comes in".

Þetta er það sem ég hef lært af Þriðja Testamentinu; Að við erum öll fullkomin - hér og nú - en einnig að við munum verða fullkomnari á morgun. Að við getum ekki auðsýnt fullkomna mannlega hegðun í dag - barn getur ekki hagað sér eins og fullorðinn einstaklingur - en að það sé heldur ekki það sem við eigum að reyna!

Það sem við eigum að reyna hins vegar eru þessir litlu hlutir sem við getum gert. Ég man eftir að hafa lesið einhvers staðar í heimsfræðinni að það sé alltar einhver sem við höfum ekki algerlega fyrirgefið, að það sé alltaf eitthvað sem má bæta: "Það er þar sem ljósið kemst inn..."

Að fyrirgefa er að "kveikja á ljósinu". Fleiri og fleiri ljós "kvikna". Kannski jólatréð, sem þakið er með litlum ljósum og með stórri lýsandi stjörnu á toppnum, sé ætlað að tákna þetta ferli á jörðinni?

Gleðileg jól og gleðilegt árið 2011

Sören,

Illugi
Subject Author Posted

Illugi December 25, 2010 06:21PMSorry, you do not have permission to post/reply in this forum.